Miðvikudagur, 21. maí 2008
Þegar maður og kona hittast og verða ástfangin þá blossar upp mikill ástarbrími. Þetta endist vissulega mislengi en ekki varir þetta ástand endalaust. Þegar þessu sleppir þá er samt ástin eftir og hana þarf að rækta eins og pottablóm. Klippa burt dauðar greinar svo nýjar geti vaxið, vökva reglulega, þvo blöðin, skipta um mold og láta sólina skína á blómið. Þetta er líking við það sem við verðum að gera til að eignast gæfuríkt líf og vera ávallt ástfangin af maka okkar. Þegar daglega stritið hefst eftir sæluvímuna þá koma upp svo mörg mál sem hjónin þurfa að takast á við og þá kemur að ræktunarstarfinu. Þessi vinna þarf að vera á báða bóga og einstaklingarnir þurfa að mætast á miðri leið. Kærleikur og virðing er mikilvægur þáttur í heimilislífi ásamt samvinnu á öllum sviðum. Hjón þurfa að vera góðir vinir og fullkomið traust er gulls ígildi. Það traust má aldrei skemma á nokkurn hátt. Taka allar ákvarðanir saman -fjármálin og alla aðra þætti í lífinu. Þó verður hver einstaklingur að hafa ákveðið frelsi svo hann finni sig ekki þvingaðan á einhvern hátt. Allir skulu finna sig örugga og öllum á að líða vel á sínu heimili því þar á að vera griðarstaður fyrir alla fjölskyldumeðlimi og heimilisfriðinn skal enginn rjúfa. Það er auðvelt að skrifa þessar línur niður á blað en oft reynist fólki torvellt að lifa í samræmi við þær. Ef ást og virðing ríkir í hjónabandinu þá er eftirleikurinn auðveldari.
(Í upphafi skyldi endirinn skoða)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það er sorgleg staðreynd hvað eiturlyfjasjúklingum fjölgar mikið. Að ungar mæður deyi frá börnum sínum og að feður hverfi einnig frá ungum börnum yfir móðuna miklu. Hvers vegna er ekki meira gert bæði í forvörnum og hvers vegna er ekki meira gert til að búa þeim er starfrækja meðferðarstofnanir betur kleift að sinna sínu starfi. Tollgæslan á í vandræðum með að hefta innflutning á eiturlyfjum og lögregluyfirvöldum er þröngt skorinn stakkurinn fjárhagslega. Hvern þarf að undra þótt ástandið sé eins og það er. Það eru margir sem eiga um sárt að binda og ef rétt er (og hef ég ekki ástæðu til þess að efast um) að margir látist í viku hverri af of stórum skömmtum þá er illa komið fyrir okkur í þessu svokallaða velferðarþjóðfélagi. Ég skora enn og aftur á ráðamenn að bregðast við og veita meira fjármagni í þennan málaflokk. Hvað varð um milljarðinn sem Framsóknarflokkurinn lofaði um árið?
(Framsókn hvað)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig geta karlmenn gert konurnar sínar ánægðar! Það geta verið óendanlega margir þættir en ég ætla að impra á nokkrum þeirra hér. Karlmaðurinn hefur hingað til verið talinn sterkara kynið en jafnframt lokaðra kynið. Þeir birgja flest inn í sér og eru oftar en ekki nógu blíðir og skilja ekki þarfir konunar fyrir rómantík og elskulegheit. Knús og ástarorð eru mikilvæg og ekki sé talað um að fá einstöku sinnum rós frá eiginmanninum. Láta konunni líða eins og hún sé sérstök með því að hæla henni og veita henni verðskuldaða viðurkenningu á því sem hún er að fást við. Að bræða hjarta hennar með óvæntum ástarfundum eða uppákomum henni til handa. Vera sterki aðilinn í hjónabandinu og taka á sig ábyrgð fjölskyldunar, verja hana af öllum mætti og virða hana fullkomlega. Láta ekkert koma í veg fyrir að eiga stund með ykkar heittelskuðu, það er ekkert mikilvægara í lífinu en hún. Að tala saman er mjög mikilvægur þáttur og þá kemur að þolinmæði mannsins því þar virðast vera ótrúlega margir í þeirri krísu að geta ekki talað saman. Ástarlífið er svo sér kapituli út af fyrir sig þar sem margt er hægt að laga og endurnýja ef fólk hugsar svolítið lengra en að fá sér "sjortara" Ég kem seinna að þeim málum. Tek það fram að aldrei er hægt að alhæfa neitt í þessum málaflokki.
(ást)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það líður mörgum illa þessa dagana. Í Morgunblaðinu má lesa, að mikið af fólki þurfi hjálp hjá sálfræðingum vegna erfiðleika heimafyrir. Þar koma inní fjárhagslegar skuldbindingar og fleira sem er að sliga fólkið. Það má ekkert út af bregða, veikindi eða slys þá fer allt úr böndunum. Þegar svo er þá hriktir í stoðum hjónabandsins og oft er farin sú leið að skilja en þá verða börnin iðulega fyrir skaða sem illa verður bættur. Flestir leita sér hjálpar þegar allt er um seinan og skaðinn skeður. Ef við leitum skýringa þá sjáum við fljótt að efnahagsástandið hefur mikið með þetta að gera einnig að innviðir hjónabandsins eru oft ekki nógu sterkir og fólk ekki reiðubúið til að takast á við erfiðleika saman-fólk Kann ekki lengur að tala saman vegna álags. En hvernig styrkjum við innviði hjónabands! Að gefa sér tíma til að njóta góðra stunda með fjölskyldunni, tala saman um alla hluti og hafa þolinmæði til að hlusta. Að hlusta er mjög mikilvægur þáttur og samræður á milli hjóna í rólegheitum, kærleika og ást geta verið bestu stundirnar til að taka á erfiðum málum saman. Vissulega geta sálfræðingar hjálpað en ég bendi líka á útvarpstöðina Lindina sem flytur jákvæðan boðskap allan sólahringinn og þar er Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi með þátt og tekur hann þar mörg áhugaverð málefni fyrir sem allir geta nýtt sér. Við höfum Drottinn Jesú okkur við hlið og ef við treystum honum og hans orði þá lagar hann ýmislegt. En ekki má gleyma efnahagsmálunum. Við fengum loksins að sjá einhverja aðgerðir og hækkaði krónan örlítið við það en ekki leysir þessi gjörningur nema lítinn hluta vandans og bíðum við enn eftir einhverju útspili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að láta allt fara í hundana og horfa á andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot fjölda fjölskyldna, því þá fer okkar annars ágæta þjóðfélag í Þrot.
(Það held ég nú)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. maí 2008
Gærkveldið var sérstaklega skemmtilegt hjá mér. Ég fór á tónleika Palla Rós og Jet Black Joe sem voru frábærir. Það er gaman að sjá og heyra þessa listamenn og konur saman því fagmennskan skein úr hverju atriði. Palli og Gunnar Bjarni ná einkar vel saman eins og sást vel þetta kvöld og ekki spillti Óskar Einarsson og Gospelkórinn fyrir. Salurinn tók vel við sér þegar Palli kom á svið eftir rólega byrjun hjá tríói frá Vestmannaeyjum. Fyrst var það Gospelið og komu þar inní Gummi Jóns úr Sálinni og Hreimur inní með sitt lagið hvor.Svo var skipt um gír og föt og Jet Black Joe komu á sviðið með hressilega músík eins og þeim einum er lagið. Það var mikill kraftur í þeim og stuðið orðið þannig að erfitt var að sitja í sætunum en þetta áttu að vera sitjandi tónleikar fyrir áheyrendur. Það fer ekki á milli mála að Páll Rósinkrans er einn okkar besti söngvari. Svo var kynnt til sögunnar Sigga Guðna og þá varð allt vitlaust með lagi Jettarana Freedom.. Hún fékk gríðalega sterk viðbrögð enda á ferðinni einstök söngkona. Ekki má gleyma Gospelkórnum og Edgari sem áttu góðar innkomur allt kvöldið. Þarna eru greinilega fagmenn á ferð. Ég þakka fyrir skemmtilegt kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Hvar endar þetta allt saman. Hafa stjórnvöld engin tæki til að rétta við ástandið hér. Það er eins og enginn vilji taka neina ábyrð og menn tala um að ástandið batni á næsta ári. Allir sem skulda íbúðarlán finna vel fyrir hækkunum enda eru þær gríðalegar. Nú er nóg komið! Við viljum aðgerðir strax til að styrkja krónuna og minnka verðbólguna. Við kusum yfir okkur stjórnvöld sem við treystum til að taka réttar ákvarðanir einnig í efnahagsmálum og því er krafan sú að til aðgerða verði gripið strax. Eldsneytisverðið er orðið skelfilegt og hækkanir á vöru og þjónustu hrannast yfir okkur. Við höfum verið of værukær síðustu misseri og ár vegna þenslunnar en nú er nóg komið. Eina sem heyrist frá hinum háu herrum er að Akranesbær taki við Palenstínumönnum og miðað við það sem kom fram í Kastljósi í kvöld þá er það einræðisákvörðun bæjarstjórans og hans fylgisveina. Uppruni og hugsunarháttur þessara flóttamanna er svo gjörólíkur okkar því ættu menn að fara hægt í sakirnar. Er ekki komið nóg af útlendingum hingað í bili þrátt fyrir einhverja alþjóðasamninga.
(jæja)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Gleðin er afl sem við íslendingar ættum að temja okkur í meira mæli. Það gefur lífinu gildi að brosa og ekki er vanþörf á. Nú eru tímar niðurskurðar og neikvæðni og er fólk virkilega hrætt við nánustu framtíð. Við sem bloggum bendum oftar en ekki á vandamál og óréttlæti en gleymum kannski of oft að segja frá því sem vel er gert. Gleymum heldur ekki að það er Drottinn Jesús Kristur sem vill leiða okkur áfram og ef við treystum honum þurfum við ekkert að óttast. Síðasta laugardag var ég í brúðkaupi hjá yndislegu fólki og var gleði og hamingja það eina sem sást enda nýgifta parið að hefja lífsbaráttuna sem við mörg þekkjum vel. Lífið blasir við þeim og ef bjartsýni, hamingja, ást og lífsgleði fylgja þeim er lífið framundan skemmtileg áskorun. Það getur bjargað deginum fyrir mörgum ef almenn samskipti eru vinsamleg. Örlítið bros skaðar ekki
(Það er nú svo)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er yndislegt lífið hjá fötluðum á sambýlum. Loksins núna getur þetta fólk farið í veslunarferðir og valið sér þvottavélar, brauðristar og eldavélar með meiru. Geta kannski keypt Miele í allt eldhúsið. Ríkisstjórnin er búin að gera svo góða hluti fyrir þetta fólk að það lifir í vellystingum og þá er sjálfsagt að það kaupi það sem vantar í heimilishaldið. Þetta eru mikil öfugmæli og kannski halda sumir að þetta sé svona. Hver einstaklingur fær ca. 125,000 kr á mánuði og þarf engan reikningshaus til að sjá að þessir peningar nægja ekki til að hver einstaklingur geti lifað sómasamlegu lífi með fullri reisn. Og sjá! nú á vistfólk að taka þátt í að kaupa eldhústæki, þar fóru allar gjafirnar frá ríkisstjórninni á einu bretti. Þessi hugmynd er þvílík hneisa að menn ættu að skammast sín.
(og hana nú)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það yrði gaman ef leitað væri til Bjarna Fel við að lýsa leikjum í Evrópukeppninni í fótbolta. Menn minnast hans í svo mörgum leikjum og öðrum íþróttaviðburðum.Það væri missir og það myndi rýra skemmtanagildi útsendinga ef einhver annar fengi starfið. Þá er ég ekki að kasta rýrð á aðra íþróttafréttamenn. Ég skora á Sjónvarpið að bjóða Bjarna starfið.
(spark)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagarnir líða hjá einn af öðrum og eru oft eins og þokukennd ský. Tilveran er frekar grámygluleg en samt örlar á birtu. Við lifum í veröld þar sem hraðinn og miskunnarleysið ræður för og sá sem ekki stenst kröfur meirihlutans verður undir og á sér varla viðreisnar von. Niðurlægingin, vonleysið og sjálfsgagnrýnin nær yfirhöndinni og öll sund virðast lokuð og varla matarbita að fá..Allt of lítil íbúðin ber vott um erfiðleika og vonlausa baráttu. Fjölskyldan er á barmi örvæntingar, erfiðleikar í hjónabandinu fara að gera vart við sig. Neyðin er algjör, upplausn fjölskyldunnar er yfirvofandi. Þunglyndi!En það er Drottinn Jesús sem getur leitt okkur í gegnum dimma dali. Grípum ljósið frá honum áður en það er orðið of seint. Hann segir í orði sínu "Varpið allri áhyggju ykkar yfir á mig, ég ber umhyggju fyrir yður". Það hefur orðið mörgum til farsældar að trúa á Jesú Krist og beini ég því til allra sem erfitt eiga að snúa sér til hans, sem er algóður Guð og miskunnsamur Máttur bænarinnar er mikill.
Með virðingu og vinsemd.
(yndislegt)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er athyglisvert hvað mönnum er tamt að spyrða kristna trú við öll þau viðbjóðslegu voðaverk sem undanfarið hafa verið í fréttum. Hér á bloggsíðum fara menn hamförum vegna þessa en skilja ekki að þetta á ekkert skylt við kristnindóminn heldur þvert á móti. Boðar ekki Jesús Kristur hreint siðferði. Mönnum væri nær að lesa aðeins í ritningunni og þá opnast rétt sýn á lífið og tilveruna. Drottinn Jesús er réttlátur Guð og hver sá sem á hann trúir og hefur gert hann að leiðtoga í lífi sínu í alvöru vill reyna eftir fremsta megni að fara eftir þeirri leiðsögn sem Biblían er. Þegar einhverjir taka kristna trú og tengja hana við óhæfuverk af þessu tagi þá eru það óvitrir menn.
Guð blessi okkur öll.
(Sæll)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Það er engum ætlað við fæðingu að verða götunni að bráð og ekki ákveður unglingur að hann vilji verða róni síðar á lífsleiðinni. Í gær komu fram skrítnar fullyrðingar hér á blogginu um að þeir sem flokkast undir það að teljast götunnar fólk kysu það og því væri raunar ekki viðbjargandi. Það kom líka fram að ef bætur væru hækkaðar hjá þessum hópi myndi neyslan bara aukast. Það kann að vera en ég spyr hvort réttur þessara einstaklinga sé ekki sá sami og okkar hinna. Og til að koma í veg fyrir misskilning þá græðir enginn fjárhagslega á að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi og á það við um allar vinnandi hendur í þessum geira. Það kunna að vera einhverjir sem sjá sér hag í að auglýsa sig gefandi ölmusu en það er mitt álit að það sé ekkert annað en helber hræsni þar á ferð og ættu viðkomandi að skammast sín. Verulegur árangur hefur náðst í að hjálpa mörgu af þessu götufólki í gegnum langtímameðferð hjá viðurkendum meðferðaraðilum og ber að hækka þar fjárframlög til frekari sigra. En vandamálið er að fleiri og fleiri lenda í óprúttnum eiturlyfjasölum og þá er erfið leið framundan. Ríkið er helsti eiturlyfjasalinn því áfengið brýtur fleiri niður en allt annað samanlagt og er því engin furða að alltaf bætast nýir einstaklingar í hóp götufólks. Vandamálið er ekki þetta veika fólk heldur við hin sem drögum fólk í dilka. Allt á að gera fyrir suma sjúklinga meðan aðrir skipta minna máli.
(hva!)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Hvað er áfengi í augum almennings? Margir sjá í hillingum bjórauglýsingarnar sem eru reyndar bannaðar og vínkynningarnar í flestum blöðum sem hér eru gefin út. Fólki finnst sjálfsagt og jafnvel ómissandi á árshátíðum og öðrum skemmtunum að áfengi sé haft um hönd enda fátítt að annað sé upp á teningnum. Í opinberum veislum sjást menn lyfta glösum og þykir það ekkert sjálfsagðara. Fyrst allir eru svona ánægðir og brosa út að eyrum hvað er ég þá að fárast yfir þessu? Jú skuggahliðar drykkjunnar sjást ekki í blöðunum eða sjónvarpinu þegar glansmyndir Bakkusar eru sýndar. Það er varla sú fjölskylda til á Íslandi sem ekki hefur þurft að líða vegna drykkju einhvers nákomins. Það er heldur ekki til sú árshátíð eða veisla þar sem áfengi er veitt að ekki komi upp vandamál vegna einhvers einstaklings sem hefur drukkið einum of mikið og svo ekki sé minnst á vandamálin heima hjá mörgum eftir svona veislur. Svo henda menn gaman að í vinnunni daginn eftir og tala um "Jón eða Gunnu sem dönsuðu uppi á borði ofurölvi. Þau mættu ekki í vinnuna þennan dag." Grámygla hversdagsins tekur svo við og þá eru einhverjir sem geta ekki horfst í augu við lífið og þá er auðvelt að leita í flöskuna. Það er því miður svo margir sem eru að gera út af við fjölskyldur sínar en á yfirborðinu virðist ekkert athugavert enda er allt falið með stórri grímu. En gríman fellur að lokum og þá er alkohólistinn berskjaldaður og nánustu aðstandendur komnir í þrot. Og ef einstaklingnum ber gæfa til þá fer hann í meðferð og koma þá hjálparsamtök eins og Samhjálp, SÁÁ og fleiri að góðum notum. En ekki má gleyma aðstandendunum því þeir vita ekki í þennan heim né annan og eru ráðþrota. Það er reynt eftir megni að hjálpa þessum einstaklingum en þeir verða oft útundan. Hvað hafa flottar auglýsingar með fallegu frísku fólki drekkandi ljúfan áfengan drykk að segja?. Jú komið og gangið glötunarveginn með okkur.
(vá)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Þeir sem fara inn í verslanir Lyfju verða áþreifanlega varir við gríðarlega hátt verð á öllum smávörum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að borga vel á annað þúsund króna fyrir fjögur rakvélarblöð, mér er það alveg óskiljanlegt? Álagningin er fáránleg á öllum hlutum. Svo kemur í ljós að öryrkjar fá engan afslátt þarna af lausasölulyfjum sem þeir þó þurfa oft að nota í einhverjum mæli. Hvernig má það vera að sum önnur apótek gefa öryrkjum 5 til 10% afslátt og eru einnig með minni álagningu á vörum sínum. Er þetta vegna fákeppni? Kannski!. Þess má geta að Lyf og heilsa er einnig með háa álagningu á sínum vörum og eru rakvélablöðin síst ódýrari þar og þannig er það á fleiri stöðum. Þegar stórar einingar myndast á þessum markaði er ávallt talað um að það sé neitandanum til hagsbóta, en er það raunin? Rimaapótek er með eitt lægsta verðið á öllum vörum og er það þó einkarekið og ekki hluti að stóru keðjunum. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Þarf ég að láta mér vaxa skegg?
(Ja hér.)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Gott var og gaman að heyra í fréttum að komin væri áfengismeðferð á Litla-hrauni. Greinilegur árangur er af þessu verkefni en samt er alltaf sama uppi á teningnum í þessum málaflokki- það vantar fjármagn. Nú er nauðsynlegt að ráða meðferðarfulltrúa á staðinn en það vantar peninga. Ég er viss um að SÁÁ, Samhjálp og fleiri meðferðarstofnanir gætu komið þarna að með samningi við fangelsismálastofnun og fengju þá þessir menn rétta meðhöndlun. Á Litla-hrauni starfar gott fólk sem gerir sitt besta en fagleg hjálp þarf að koma þarna að og þar gætu áðurnefnd samtök komið inn í. Það er sorglegt hversu mikið af fíkniefnum kemst inn á Hraunið og skilur almenningur ekki hvernig það má vera því þetta er lokað og afgirt svæði. Einhverjar leiðir eru samt opnar og þarf að loka þeim. Fangar sem eiga að heita í betrunarvist eiga enga framtíðarmöguleika komi þeir úr fangelsi jafn dópaðir og þegar þeir komu inn. En það eru ekki allir sömu sökinni seldir því margir fangar eru ekki fíklar. Ef þessi tilraun fangelsismálastofnunar á að ganga upp þarf að veita nægu fjármagni í áframhaldandi verkefni þar af lútandi. Ef vel er haldið á spöðunum þá skilar þetta betri einstaklingum út í samfélagið og sparar um leið gífurlegar upphæðir.
(jamm)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Ég er sammála þeim sem vilja að nafnleysingjarnir hverfi af blogginu. Í skjóli nafnleyndarinnar fremja sumir skefjalausar árásir á ákveðnar persónur og svívirðingar út í allt og alla. Við þurfum ekki á þessu að halda því bloggið á að vera heiðarlegt en gagnrýnið. Flestir vilja geta tjáð sig án þess að verða fyrir árásum frá einhverjum vitgrönnum nafnleysingjum.
Annað mál sem mig langar til að nefna er að sumir bloggarar virðast apa allt beint upp eftir fréttum og skrifa nánast orð fyrir orð sem þar kemur fram. Er ekki bara hægt að lesa Moggann? Oft er þetta fólk sem oft bloggar og ég furða mig á hver tilgangurinn er?
(veit ekki)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Það kann að vera helber miskilningur í mér að bannað sé að auglýsa áfengi opinberlega á Íslandi.Mig mynnir að hafa heyrt mikla umfjöllun um þessi mál fyrir nokkrum misserum og skyldist þá að þetta væri alfarið bannað. Innflytjendur virðast koma sér hjá ávirðingum með að kalla sínar auglýsingar "kynningar" og nota þar blöð á við Hún og Hann sem er fríblað og er að finna á stöndum að minnstakosti í Hagkaupum. Í þessu blaði er allt morandi í áfengisauglýsingum og greinilega í kynningarstíl til að forðast Íslensk lög. Ef lögin eru óljós á þessu sviði þarf að bæta þar úr. Þegar svona myndir birtast á heilsíðu í glanstímaritum þá síast inn í huga unga fólksins að það sé ekkert eðlilegra en að neyta þessara vara og þá situr gróðinn eftir hjá innflytjandanum en sorgin hjá fjölskyldunum eftir að heimilislífið er farið úr skorðum. Ég hvet alla sem hafa með þetta að gera, að kippa þessu í liðinn. Fólk vill að Ísland sé laust við mengun og þráum við flest að allt sé hreint og fínt í kringum okkur, en áfengismengunin er ekki síður ógn við þjóðfélagið. Við höfum ekki efni á að missa hæfileikaríkt ungt fólk á vit Bakkusar og verðum að gera allt sem í okkar valdi er til að stöðva það.
Ja hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Nú er best að vera á jákvæðu nótunum og vera bjartsýnn fyrir hönd okkar allra og vona það besta. Við lifum á tímum sem eru ekki eins og við vildum hafa það en Íslendigar hafa ávallt verið bjartsýnir og sagt "þetta reddast". Ég er viss um að þetta reddast líka núna miðað við hamaganginn í stjórn og stjórnarandstöðu og ekki sé talað um alla ráðgjafana og þotuliðið. Nei við þurfum ekkert að óttast því ráðamenn okkar hafa farið í fjarlæg lönd til að sannfæra heiminn um hvað við erum klár hér upp á klakanum. Það væri því fáránlegt að ætla að íslenska þjóðarbúið stefndi í þrot. Við kunnum allt og getum allt. Um það er ég sannfærður.
(úps)
Dægurmál | Breytt 16.4.2008 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Björn Bjarnasonn kom með pistil á blogginu og viðurkenndi að Ísland væri opið fyrir glæpamönnum frá Póllandi og fleiri löndum og var það vegna laga og reglna hér á landi. Hann sagði að lögreglan vissi af mörgum sem hér væru en gæti ekkert gert vegna framsalsvitleysu hér á landi. Og ég spyr Björn! Er það ekki ykkar stjórmálamannana að bæta úr þessu rugli áður en Ísland verði miðstöð glæpamanna í heiminum?
(jáJá)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Það er ekki öll vitleysan eins. Maður sem tilheyrir einni grimmustu glæpaklíku í Póllandi spígsporar hér á Íslandi eins og ekkert sé sjálfsagðra. Um er kennt flóknum framsalsreglum. En hvernig í ósköpunum komst maðurinn inn í landið, fyrst hann var eftirlýstur í Póllandi. Það hrúgast hingað allskyns óþjóðalýður og á sama tíma er verið að skera niður toll og lögreglu sem þó eru aðal eftirlitsaðilarnir. Sem betur fer eru langflestir sem koma til landsins löghlýðnir borgarar. En ég hef bent á áður að ef takmarkalaus innflutningur á erlendu fólki heldur áfram þá getur illa farið eins og dæmin sanna. Það var einhver glæpaklíka sem braust inn í hús í Breiðholti og misþyrmdi íbúunum þar grimmilega. Fórnarlömbin voru af sama þjóðerni og glæpamennirnir. Við vitum að ýmislegt slæmt gerist í íslensku þjóðfélagi en hví ættum við að vera að auka áhættuna.
(Jæja)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsta síða
»