Efnahagsástand.

  Hvar endar þetta allt saman. Hafa stjórnvöld engin tæki til að rétta við ástandið hér. Það er eins og enginn vilji taka neina ábyrð og menn tala um að ástandið batni á næsta ári. Allir sem skulda íbúðarlán finna vel fyrir hækkunum enda eru þær gríðalegar. Nú er nóg komið! Við viljum aðgerðir strax til að styrkja krónuna og minnka verðbólguna. Við kusum yfir okkur stjórnvöld sem við treystum til að taka réttar ákvarðanir einnig í efnahagsmálum og því er krafan sú að til aðgerða verði gripið strax. Eldsneytisverðið er orðið skelfilegt og hækkanir á vöru og þjónustu hrannast yfir okkur. Við höfum verið of værukær síðustu misseri og ár vegna þenslunnar en nú er nóg komið. Eina sem heyrist frá hinum háu herrum er að Akranesbær taki við Palenstínumönnum og miðað við það sem kom fram í Kastljósi í kvöld þá er það einræðisákvörðun bæjarstjórans og hans fylgisveina. Uppruni og hugsunarháttur þessara flóttamanna er svo gjörólíkur okkar því ættu menn að fara hægt í sakirnar. Er ekki komið nóg af útlendingum hingað í bili þrátt fyrir einhverja alþjóðasamninga.

 

(jæja)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Meirihlutinn kaus þetta yfir sig og við það verðum við öll að una.

Lýðræðið er jú að meirihlutinn treður á minnihlutanum.

Það ber engin ábyrgð á neinu hér á þessu alndi. Allir stykkfrí.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Við erum oftar en ekki sammála í okkar skrifum. Takk fyrir þetta Þóra.

Svanur Heiðar Hauksson, 14.5.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband