Áfengisneysla barna.

  Það er skelfilegt það sem ég las í "24 stundum" um árshátíð hjá Mac Donalds. Móðir sagði að fimmtán ára börn hefðu fengið afgreitt áfengi á barnum. 70% starfsfólks hefði verið undir lögaldri og kemur því á óvart að að það skyldi vera veitt vín á staðnum. Ef fimmtán ára barn byrjar að drekka áfengi getur það haft hroðalegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni. Þetta er ekki einsdæmi því maður heyrir af og til að svona sé veisluhöldum fyrirtækja háttað og þá er ekki mikið verið að pæla í því hvort einhver er undir lögaldri. Hættan er sú að ef fimmtán ára barn fær áfengi í fyrsta sinn er ekki ólíklegt að að sú manneskja haldi áfram að drekka og missi jafnvel tökin á drykkjunni.Hvernig verður framtíð viðkomandi þá.svo ekki sé minnst á eiturlyfin sem oft koma í framhaldi þegar viðkomandi er í stjórnlausri áfengisdrykkju?. Við verðum að vernda börnin okkar og stöðva svona samkomur.

Svo er nú það


Bílslys

  Það er hræðilegt að heyra í fréttum um tvö umferðarslys bæði á Kjalarnesi og Reykjanesbraut. Þetta ýtir undir kröfuna um að allir vegir sem liggja að höfuðborginni eigi að vera tvöfaldir. Það má koma í veg fyrrir svona voðalega atburði með átaki í vegamálum. Sundabraut er stanslaust í umræðunni og virðast menn ekki getað tekið ákvarðanir og benda bara hver á annan. Ef einhver fær góða hugmynd um legu Sundabrautar þá eru pólitískir andstæðingar á móti sama hversu góð tillagan er Sem leiðir af sér frestun framkvæmda æ ofan í æ. Þetta er ekki heilbrigt.

Það er nú það.


Blótsyrði

  Þegar einhver blótar nálægt mér hrekk ég í kút. Af hverju? Jú fljótlega eftir að Ég kynntist Jesús Kristi þá hætti ég að blóta og það kom alveg af sjálfu sér því ekki var ég að reyna að hætta því. Síðan þá hefur mér liðið hálf illa innan um fólk sem blótar mikið. Þegar fólk blótar er það að ákalla hinn vonda og biðja um hjálp frá honum? Ég spyr og ef svo er -er það vænlegt til árangurs?. Þetta er allavega leiðinlegur ávani sem fólk hefur tamið sér og það veit ekki einu sinni að það blóti mikið því þetta þykir svo sjálfsagt. En að mínu áliti er þetta hin versta mengun og lítilsvirðing við þann sem neyðist til þess  að hlusta. Ég hvet fólk til að hlusta á sjálft sig og athuga hvort blót og formælingar komi frá þeirra munni því ekki trúi ég því að það komi frá hjartanu. Bið ég fólk gera sitt ítrasta til að þess að  hætta þessu. Við köstum hinu illa út í hafsauga og viljum ekki sjá það meir hvorki í munni né hjarta.

Tungan er beittari tvíeggjuðu sverði.

Þannig err nú það.


Álver

  Ég fagna álveri í Helguvík. Við erum í öldudal þar sem hagkerfið er að berjast fyrir lífi sínu.  Álversframkvæmdir munu skapa þó nokkra atvinnu og mun hagur þjóðarinnar vænka við þetta. Það er talað um harða lendingu eða mjúka og er sú harða það sem við höfum upplifað að undanförnu. Við þurfum álverið til að mýkja lendinguna. Til langs tíma litið mun þetta skapa fjöldann allan af störfum  í og þjónustu tengda því. Við verðum einnig að virkja til að fá rafmagn ekki bara í álverið heldu einnig í aðra starfsemi sem virðist ætla að verða að veruleika á Reykjanesi. Til hamingju með þetta landsmenn.

Svo er nú það.


Er Guð það sem hann segist vera.

  Þetta er spurning sem vaknað hefur hjá mörgum og ætla ég að segja hvað sjálfan mig varðar þá er Guð sá sem hann segist vera. Fyrir tæpum tíu árum hafði ég ratað í blindgötur og var alveg ráðalaus og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka en þá kom allt í einu vonin um betra líf. Mér var sagt frá Jesús Kristi og hans máttarverkum, það fór beint inn í hjarta mitt og vildi ég ólmur fá að fræðast meira um þennan Jesús. Ég fékk þá fræðslu sem ég óskaði mér og fór svo að lesa biblíuna og viti menn þarna var lausnin og ljósið. Jesús dó á krossinum fyrir alla menn konur og börn einnig fyrir mig og þig. Hann gerði okkur frjáls og afmáði syndina hann tók hana alla á sig. Eftir lestur Ritningarinnar og að hlusta á mér fróðara fólk þá var ég ekki í neinum vafa Guð er sá sem hann segist vera. Ljósið kom inn í hjarta mitt og ég hóf nýtt líf með Jesús Kristi sem hefur verið mun betra en það gamla. Við megum ekki gleyma því að lífið heldur samt áfram með sínum erfiðleikum og áföllum en ef við eigum árnaðarmann í Jesús þá getum við alltaf leitað til hans því hann hefur svör við öllu. Drottinn Jesús elskar alla menn og þar ert þú meðtalinn sem lest þetta.Hallir þú þér til hans þá átt þú betra líf í vændum.

Sálmur: 23.Drottinn er minn hirðir.


Minnihlutahópur

  Það er afar erfitt að horfa upp á einstaklinga sem eru fárveikir af drykkju eða eiturlyfjum. Samfélagið lítur niður á þetta fólk og vill bara að það sé úti í horni og láti sem minnst sjá sig. Hvar liggur vandinn? Aftur og aftur er verið að karpa um hve miklu fjármagni skuli eytt í þessi mjög svo nauðsynlegu mál en aldrei er skrefið stigið til fulls. Við erum fámenn þjóð með stóran hóp alkahólista sem fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa í heilbrigðiskerfinu. Sjaldan heyrir maður í yfirvöldum þegar sjúkrahúsmál eru rædd að nokkuð sé gert til þess að auka þjónustu við fíkla og aðstandendur þeirra. Allir aðrir sjúkdómar eru teknir fyrst í umræðuna og reynt að ráða bót á þeim, sem er að vísu gott en oft gleymist þessi hópur sem er að berjast fyrir lífi sínu og fjölskyldum sínum en róðurinn er þungur. Leiti fólk á göngudeild geðdeildar Landspítalans þarf það að bíða jafnvel tímunum saman til að fá að hitta lækni sem svo hefur fá úrræði önnur en að skrifa uppá pilluskammt. Og allt of sjaldan kemst viðkomandi í meðferð. Allir meðferðastaðir fyrir alkahólista eru yfirfullir og langir biðlistar þar og er erfitt hjá þessum aðilum að vera með bráðavakt því ekkert fjármagn er til þess. Þetta þekki ég mæta vel því ég hef verið starfandi innan þessa geira þó nokkuð. Hvaðan ætti fjármagnið að koma? Jú frá hinu opinbera því þetta heyrir undir heilbrigðismál. Mér þykja daprar fréttir af  skerðingu toll og löggæslu á Keflavíkurflugvelli en tjái mig ekki mikið um það vegna fáfræði en eftir sem áður er það afar skýrt í nínum huga að þegar tollgæslan og lögreglan getur ekki sinnt sínu verkefni af fullum þunga þá flæða eiturlyfin hér yfir og ná jafnvel börnunum okkar. Þess eru ótal dæmi og hver er þá sparnaðurinn?. Það þarf að efla tollgæsluna um land allt þó ekki væri nema til þess að ná toppnum af ísjakanum á innflutningi eiturlyfja. Við vitum að það fer aðeins brot af innflutningnum í gegnum Leifsstöð restin kemur með skipum og bátum víða um landið. Við verðum að berjast gegn þessu, það varðar þjóðarheill.

 

Guð blessi okkur


Útigangsfólk

þar sem ég þekki nokkuð til málefna útigangsfólks hef ég verið að hugleiða hvað sé til ráða. Málefni miðbæjarins hafa oft verið tengd við vandamál heimilislausra einstaklinga enda engin furða því þeir eiga hvergi höfði sínu að halla og nota því auð hús í miðbænum til að leita skjóls í. Í fjárlögum ríkis og borgar er ákveðin upphæð ætluð í þetta verkefni en það er hvergi nærri nóg. Félagasamtök eins og Samhjálp sem starfað hefur yfir 30 ár hafa bjargað mörgum mannslífum og fyrir bragðið eru ekki eins margir sem þurfa að gista göturnar. Eftir ummönnun Samhjálparfólks hafa fjölmargir orðið nýtir samfélagsþegnar og þar með sparað þjóðfélaginu gífurlegar upphæðir. En betur má ef duga skal. Samhjálp eins og mörg önnur hjálparsamtök þjást af peningaleysi og geta ekki gert allt það sem þau vilja varðandi hjálparstarf. Ef sett yrði meira fjármagn í þennan málaflokk væri nánast hægt að útrýma þessu vandamáli og enginn þyrfti að gista göturnar eða í auðum húsum, köldum og viðbjóðslegum. Það er réttur hvers manns að hafa húsnæði og fæði. Við Íslendingar eigum ekki að horfa aðgerðarlausir á og segja þetta sé þeirra vandamál því þetta er klárlega samfélags og heilbrigðismál sem alla varðar. Reykjavíkurborg styrkti kynvillinga eða homma og lespíur eins og þau vilja láta kalla sig um einhverjar miljónir til að spranga niður laugarveginn. Að mínu mati hefðu þessir peningar verið betur komnir til þess að bjarga lífi þeirra verst settu í borginni. Þannig er nú það!

Guð blessi okkur.


Samfélagsmál

Ég hef verið að hugsa um hvað það er furðulegt að ef menn tjá sig um mál útlendinga á Islandi eru þeir umsvifalaust kallaðir útlendingahatarar eða rasistar. Sá mikli flaumur útlendiga sem hefur komið til Íslands síðustu ár hefur vissulega skapað vandamál hér í samfélaginu og menn líta undan því það er hættulegt að gagnrýna. Svíar og Danir eru að súpa seiðið af frjálslyndri stefnu sinni varðandi innflutning á útlendingum undangenginna ára og ráða nú ekki neitt við neitt. Við verðum að læra af þeim og koma í veg fyrir að ekki skapist sama ástand hér. Stjórnmálamenn stinga höfðinu í sandinn því ef þeir segja sína meiningu þá eru þeir jarðsettir um leið af fjölmiðlum og pólitískum andstæðingum. Það er nauðsynlegt að útlendingar aðlagi sig okkar samfélagi en við ekki þeirra, þó svo að við virðum alla menn og trú þeirra. Við verðum að vera á varðbergi hvað þetta varðar annars getur illa farið.  Ég er síður en svo á móti útlendingum og vil að sem flestir sjái okkar fagra land enda óvíða eins mikil náttúrufegurð. Látum kærleikann og skynsemina fara fyrir okkur í öllum málum.

 Guð blessi okkur! 


Guð er góður

Það er frábært að mega vona á Drottinn vorn þegar allir eru að verða vitlausir í kapphlaupinu um lífshamingjuna, sem er sumum svo hverful. Það er ekki hægt annað en að vorkenna stjórnmálamönnunum okkar því þeir mega ekki misstíga sig á nokkurn hátt þá eru þeir jarðaðir um leið. Sem betur fer geta kristnir iðrast og beðið Drottinn Jesús um náð og miskunn sem hann veitir af fúsum vilja. Jú við verðum að iðrast gjörða okkar frammi fyrir honum í því fellst endurlausn sem allir þrá. Í síðari Kronikubók kafla 7, vers 14 segir. Og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.

Guð blessi ykkur!


Listakonur.

Ég er mjög hrifinn af þessu framtaki hjá konunum, að skrá nöfn sín á list og bjóðast til að fara í hinar ýmsu stjórnir. Því miður er þetta samfélag allt of krllægt. Sú reynsla sem þessar konur hafa er dýrmæt og viska þeirra mikil. Þó að ég líti á þetta sem táknræna aðgerð þá er málstaðurinn góður. 

Tölvuvandræði.

Það vill til að ég er enginn tölvusnillingur enda eyddi ég öllu úr blogginu mínu þegar ég var að leiðrétta eina stafsetningarvillu. Kæru bloggvinir þið virðið þetta við mig vegna klaufaskapar míns. Ekki hefur verið mikið um blogg frá minni hendi en það lagast því það er ærin ástæða til að láta heyra í sér í ýmsum málefnum. Borgarpólitíkin er hávær þessa dagana og raunar landsmálin líka. Það mættu líka fleiri láta heyra í sér varðandi trúmál vegna þess að það  er mikil vakning innan kristna geirans og gaman að fylgjast með því. Ég trúi því að þessi vakning fari eins og eldur um sinu um allt land og meira að segja út fyrir landsteinana. Það voru 170 unglingar sem fóru frá Reykjavík og nágrenni til Vestmannaeyja á kristilegt mót yfir helgi. Krakkarnir komu yfir sig ánægðir til baka og sýnir þetta okkur hvað er að gerast. Þetta eru leiðtogar framtíðarinnar. Kæru bloggarar! Ég læt þessu lokið að sinni. Takk.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband