Föstudagur, 11. apríl 2008
Áfengisneysla barna.
Svo er nú það
Dægurmál | Breytt 12.4.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Bílslys
Það er nú það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Blótsyrði
Tungan er beittari tvíeggjuðu sverði.
Þannig err nú það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Álver
Ég fagna álveri í Helguvík. Við erum í öldudal þar sem hagkerfið er að berjast fyrir lífi sínu. Álversframkvæmdir munu skapa þó nokkra atvinnu og mun hagur þjóðarinnar vænka við þetta. Það er talað um harða lendingu eða mjúka og er sú harða það sem við höfum upplifað að undanförnu. Við þurfum álverið til að mýkja lendinguna. Til langs tíma litið mun þetta skapa fjöldann allan af störfum í og þjónustu tengda því. Við verðum einnig að virkja til að fá rafmagn ekki bara í álverið heldu einnig í aðra starfsemi sem virðist ætla að verða að veruleika á Reykjanesi. Til hamingju með þetta landsmenn.
Svo er nú það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Er Guð það sem hann segist vera.
Sálmur: 23.Drottinn er minn hirðir.
Dægurmál | Breytt 13.4.2008 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Minnihlutahópur
Guð blessi okkur
Dægurmál | Breytt 13.4.2008 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Útigangsfólk
þar sem ég þekki nokkuð til málefna útigangsfólks hef ég verið að hugleiða hvað sé til ráða. Málefni miðbæjarins hafa oft verið tengd við vandamál heimilislausra einstaklinga enda engin furða því þeir eiga hvergi höfði sínu að halla og nota því auð hús í miðbænum til að leita skjóls í. Í fjárlögum ríkis og borgar er ákveðin upphæð ætluð í þetta verkefni en það er hvergi nærri nóg. Félagasamtök eins og Samhjálp sem starfað hefur yfir 30 ár hafa bjargað mörgum mannslífum og fyrir bragðið eru ekki eins margir sem þurfa að gista göturnar. Eftir ummönnun Samhjálparfólks hafa fjölmargir orðið nýtir samfélagsþegnar og þar með sparað þjóðfélaginu gífurlegar upphæðir. En betur má ef duga skal. Samhjálp eins og mörg önnur hjálparsamtök þjást af peningaleysi og geta ekki gert allt það sem þau vilja varðandi hjálparstarf. Ef sett yrði meira fjármagn í þennan málaflokk væri nánast hægt að útrýma þessu vandamáli og enginn þyrfti að gista göturnar eða í auðum húsum, köldum og viðbjóðslegum. Það er réttur hvers manns að hafa húsnæði og fæði. Við Íslendingar eigum ekki að horfa aðgerðarlausir á og segja þetta sé þeirra vandamál því þetta er klárlega samfélags og heilbrigðismál sem alla varðar. Reykjavíkurborg styrkti kynvillinga eða homma og lespíur eins og þau vilja láta kalla sig um einhverjar miljónir til að spranga niður laugarveginn. Að mínu mati hefðu þessir peningar verið betur komnir til þess að bjarga lífi þeirra verst settu í borginni. Þannig er nú það!
Guð blessi okkur.
Bloggar | Breytt 1.4.2008 kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Samfélagsmál
Ég hef verið að hugsa um hvað það er furðulegt að ef menn tjá sig um mál útlendinga á Islandi eru þeir umsvifalaust kallaðir útlendingahatarar eða rasistar. Sá mikli flaumur útlendiga sem hefur komið til Íslands síðustu ár hefur vissulega skapað vandamál hér í samfélaginu og menn líta undan því það er hættulegt að gagnrýna. Svíar og Danir eru að súpa seiðið af frjálslyndri stefnu sinni varðandi innflutning á útlendingum undangenginna ára og ráða nú ekki neitt við neitt. Við verðum að læra af þeim og koma í veg fyrir að ekki skapist sama ástand hér. Stjórnmálamenn stinga höfðinu í sandinn því ef þeir segja sína meiningu þá eru þeir jarðsettir um leið af fjölmiðlum og pólitískum andstæðingum. Það er nauðsynlegt að útlendingar aðlagi sig okkar samfélagi en við ekki þeirra, þó svo að við virðum alla menn og trú þeirra. Við verðum að vera á varðbergi hvað þetta varðar annars getur illa farið. Ég er síður en svo á móti útlendingum og vil að sem flestir sjái okkar fagra land enda óvíða eins mikil náttúrufegurð. Látum kærleikann og skynsemina fara fyrir okkur í öllum málum.
Guð blessi okkur!
Dægurmál | Breytt 1.4.2008 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Guð er góður
Það er frábært að mega vona á Drottinn vorn þegar allir eru að verða vitlausir í kapphlaupinu um lífshamingjuna, sem er sumum svo hverful. Það er ekki hægt annað en að vorkenna stjórnmálamönnunum okkar því þeir mega ekki misstíga sig á nokkurn hátt þá eru þeir jarðaðir um leið. Sem betur fer geta kristnir iðrast og beðið Drottinn Jesús um náð og miskunn sem hann veitir af fúsum vilja. Jú við verðum að iðrast gjörða okkar frammi fyrir honum í því fellst endurlausn sem allir þrá. Í síðari Kronikubók kafla 7, vers 14 segir. Og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.
Guð blessi ykkur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Listakonur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Tölvuvandræði.
Það vill til að ég er enginn tölvusnillingur enda eyddi ég öllu úr blogginu mínu þegar ég var að leiðrétta eina stafsetningarvillu. Kæru bloggvinir þið virðið þetta við mig vegna klaufaskapar míns. Ekki hefur verið mikið um blogg frá minni hendi en það lagast því það er ærin ástæða til að láta heyra í sér í ýmsum málefnum. Borgarpólitíkin er hávær þessa dagana og raunar landsmálin líka. Það mættu líka fleiri láta heyra í sér varðandi trúmál vegna þess að það er mikil vakning innan kristna geirans og gaman að fylgjast með því. Ég trúi því að þessi vakning fari eins og eldur um sinu um allt land og meira að segja út fyrir landsteinana. Það voru 170 unglingar sem fóru frá Reykjavík og nágrenni til Vestmannaeyja á kristilegt mót yfir helgi. Krakkarnir komu yfir sig ánægðir til baka og sýnir þetta okkur hvað er að gerast. Þetta eru leiðtogar framtíðarinnar. Kæru bloggarar! Ég læt þessu lokið að sinni. Takk.