Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fjölskyldur í þrot

  Það líður mörgum illa þessa dagana. Í Morgunblaðinu má lesa, að mikið af fólki þurfi hjálp hjá sálfræðingum vegna erfiðleika heimafyrir. Þar koma inní fjárhagslegar skuldbindingar og fleira sem er að sliga fólkið. Það má ekkert út af bregða, veikindi eða slys þá fer allt úr böndunum. Þegar svo er þá hriktir í stoðum hjónabandsins og oft er farin sú leið að skilja en þá verða börnin iðulega fyrir skaða sem illa verður bættur. Flestir leita sér hjálpar þegar allt er um seinan og skaðinn skeður. Ef við leitum skýringa þá sjáum við fljótt að efnahagsástandið hefur mikið með þetta að gera einnig að innviðir hjónabandsins eru oft ekki nógu sterkir og fólk ekki reiðubúið til að takast á við erfiðleika saman-fólk Kann ekki lengur að tala saman vegna álags. En hvernig styrkjum við innviði hjónabands! Að gefa sér tíma til að njóta góðra stunda með fjölskyldunni, tala saman um alla hluti og hafa þolinmæði til að hlusta. Að hlusta er mjög mikilvægur þáttur og samræður á milli hjóna í rólegheitum, kærleika og ást geta verið bestu stundirnar til að taka á erfiðum málum saman. Vissulega geta sálfræðingar hjálpað en ég bendi líka á útvarpstöðina Lindina sem flytur jákvæðan boðskap allan sólahringinn og þar er Hafliði  Kristinsson fjölskylduráðgjafi með þátt og tekur hann þar mörg áhugaverð málefni fyrir sem allir geta nýtt sér. Við höfum Drottinn Jesú okkur við hlið og ef við treystum honum og hans orði þá lagar hann ýmislegt. En ekki má gleyma efnahagsmálunum. Við fengum loksins að sjá einhverja aðgerðir og hækkaði krónan örlítið við það en ekki leysir þessi gjörningur nema lítinn hluta vandans og bíðum við enn eftir einhverju útspili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að láta allt fara í hundana og horfa á andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot fjölda fjölskyldna, því þá fer okkar annars ágæta þjóðfélag í Þrot.

 

 

(Það held ég nú)


Bros.

Gleðin er afl sem við íslendingar ættum að temja okkur í meira mæli. Það gefur lífinu gildi að brosa og ekki er vanþörf á. Nú eru tímar niðurskurðar og neikvæðni og er fólk virkilega hrætt við nánustu framtíð. Við sem bloggum bendum oftar en ekki á vandamál og óréttlæti en gleymum kannski of oft að segja frá því sem vel er gert. Gleymum heldur ekki að það er Drottinn Jesús Kristur sem vill leiða okkur áfram og ef við treystum honum þurfum við ekkert að óttast. Síðasta laugardag var ég í brúðkaupi hjá yndislegu fólki og var gleði og hamingja það eina sem sást enda nýgifta parið að hefja lífsbaráttuna sem við mörg þekkjum vel. Lífið blasir við þeim og ef bjartsýni, hamingja, ást og lífsgleði fylgja þeim er lífið framundan skemmtileg áskorun. Það getur bjargað deginum fyrir mörgum ef  almenn samskipti eru vinsamleg. Örlítið bros skaðar ekki

(Það er nú svo)


Hugleiðingar

  Dagarnir líða hjá einn af öðrum og eru oft eins og þokukennd ský. Tilveran er frekar grámygluleg en samt örlar á birtu. Við lifum í veröld þar sem hraðinn og miskunnarleysið ræður för og sá sem ekki stenst kröfur meirihlutans verður undir og á sér varla viðreisnar von. Niðurlægingin, vonleysið og sjálfsgagnrýnin nær yfirhöndinni og öll sund virðast lokuð og varla matarbita að fá..Allt of lítil íbúðin ber vott um erfiðleika og vonlausa baráttu. Fjölskyldan  er á barmi örvæntingar, erfiðleikar í hjónabandinu fara að gera vart við sig. Neyðin er algjör, upplausn fjölskyldunnar er yfirvofandi. Þunglyndi!En það er Drottinn Jesús sem getur leitt okkur í gegnum dimma dali. Grípum ljósið frá honum áður en það er orðið of seint. Hann segir í orði sínu "Varpið allri áhyggju ykkar yfir á mig, ég ber umhyggju fyrir yður". Það hefur orðið mörgum til farsældar að trúa á Jesú Krist og beini ég því til allra sem erfitt eiga að snúa sér til hans, sem er algóður Guð og miskunnsamur Máttur bænarinnar er mikill.

 

Með virðingu og vinsemd.

 

(yndislegt)


Skynvilla

 

Það er athyglisvert hvað mönnum er tamt að spyrða kristna trú við öll þau viðbjóðslegu voðaverk sem undanfarið hafa verið í fréttum. Hér á bloggsíðum fara menn hamförum vegna þessa en skilja ekki að þetta á ekkert skylt við kristnindóminn heldur þvert á móti. Boðar ekki Jesús Kristur hreint siðferði. Mönnum væri nær að lesa aðeins í ritningunni og þá opnast rétt sýn á lífið og tilveruna. Drottinn Jesús er réttlátur Guð og hver sá sem á hann trúir og hefur gert hann að leiðtoga í lífi sínu í alvöru  vill reyna eftir fremsta megni að fara eftir þeirri leiðsögn sem Biblían er. Þegar einhverjir taka kristna trú og tengja hana við óhæfuverk af þessu tagi þá eru það óvitrir menn.

Guð blessi okkur öll.

 

(Sæll)


Meintur morðingi

  Það er ekki öll vitleysan eins. Maður sem tilheyrir einni grimmustu glæpaklíku í Póllandi spígsporar hér á Íslandi eins og ekkert sé sjálfsagðra. Um er kennt flóknum framsalsreglum. En hvernig í ósköpunum komst maðurinn inn í landið, fyrst hann var eftirlýstur í Póllandi. Það hrúgast hingað allskyns óþjóðalýður og á sama tíma er verið að skera niður toll og lögreglu sem þó eru aðal eftirlitsaðilarnir. Sem betur fer eru langflestir sem koma til landsins löghlýðnir borgarar. En ég hef bent á áður að ef takmarkalaus innflutningur á erlendu fólki heldur áfram þá getur illa farið eins og dæmin sanna. Það var einhver glæpaklíka sem braust inn í hús í Breiðholti og misþyrmdi íbúunum þar grimmilega. Fórnarlömbin voru af sama þjóðerni og glæpamennirnir. Við vitum að ýmislegt slæmt gerist í íslensku þjóðfélagi en hví ættum við að vera að auka áhættuna.

(Jæja)


Áfengisneysla barna.

  Það er skelfilegt það sem ég las í "24 stundum" um árshátíð hjá Mac Donalds. Móðir sagði að fimmtán ára börn hefðu fengið afgreitt áfengi á barnum. 70% starfsfólks hefði verið undir lögaldri og kemur því á óvart að að það skyldi vera veitt vín á staðnum. Ef fimmtán ára barn byrjar að drekka áfengi getur það haft hroðalegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni. Þetta er ekki einsdæmi því maður heyrir af og til að svona sé veisluhöldum fyrirtækja háttað og þá er ekki mikið verið að pæla í því hvort einhver er undir lögaldri. Hættan er sú að ef fimmtán ára barn fær áfengi í fyrsta sinn er ekki ólíklegt að að sú manneskja haldi áfram að drekka og missi jafnvel tökin á drykkjunni.Hvernig verður framtíð viðkomandi þá.svo ekki sé minnst á eiturlyfin sem oft koma í framhaldi þegar viðkomandi er í stjórnlausri áfengisdrykkju?. Við verðum að vernda börnin okkar og stöðva svona samkomur.

Svo er nú það


Bílslys

  Það er hræðilegt að heyra í fréttum um tvö umferðarslys bæði á Kjalarnesi og Reykjanesbraut. Þetta ýtir undir kröfuna um að allir vegir sem liggja að höfuðborginni eigi að vera tvöfaldir. Það má koma í veg fyrrir svona voðalega atburði með átaki í vegamálum. Sundabraut er stanslaust í umræðunni og virðast menn ekki getað tekið ákvarðanir og benda bara hver á annan. Ef einhver fær góða hugmynd um legu Sundabrautar þá eru pólitískir andstæðingar á móti sama hversu góð tillagan er Sem leiðir af sér frestun framkvæmda æ ofan í æ. Þetta er ekki heilbrigt.

Það er nú það.


Blótsyrði

  Þegar einhver blótar nálægt mér hrekk ég í kút. Af hverju? Jú fljótlega eftir að Ég kynntist Jesús Kristi þá hætti ég að blóta og það kom alveg af sjálfu sér því ekki var ég að reyna að hætta því. Síðan þá hefur mér liðið hálf illa innan um fólk sem blótar mikið. Þegar fólk blótar er það að ákalla hinn vonda og biðja um hjálp frá honum? Ég spyr og ef svo er -er það vænlegt til árangurs?. Þetta er allavega leiðinlegur ávani sem fólk hefur tamið sér og það veit ekki einu sinni að það blóti mikið því þetta þykir svo sjálfsagt. En að mínu áliti er þetta hin versta mengun og lítilsvirðing við þann sem neyðist til þess  að hlusta. Ég hvet fólk til að hlusta á sjálft sig og athuga hvort blót og formælingar komi frá þeirra munni því ekki trúi ég því að það komi frá hjartanu. Bið ég fólk gera sitt ítrasta til að þess að  hætta þessu. Við köstum hinu illa út í hafsauga og viljum ekki sjá það meir hvorki í munni né hjarta.

Tungan er beittari tvíeggjuðu sverði.

Þannig err nú það.


Er Guð það sem hann segist vera.

  Þetta er spurning sem vaknað hefur hjá mörgum og ætla ég að segja hvað sjálfan mig varðar þá er Guð sá sem hann segist vera. Fyrir tæpum tíu árum hafði ég ratað í blindgötur og var alveg ráðalaus og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka en þá kom allt í einu vonin um betra líf. Mér var sagt frá Jesús Kristi og hans máttarverkum, það fór beint inn í hjarta mitt og vildi ég ólmur fá að fræðast meira um þennan Jesús. Ég fékk þá fræðslu sem ég óskaði mér og fór svo að lesa biblíuna og viti menn þarna var lausnin og ljósið. Jesús dó á krossinum fyrir alla menn konur og börn einnig fyrir mig og þig. Hann gerði okkur frjáls og afmáði syndina hann tók hana alla á sig. Eftir lestur Ritningarinnar og að hlusta á mér fróðara fólk þá var ég ekki í neinum vafa Guð er sá sem hann segist vera. Ljósið kom inn í hjarta mitt og ég hóf nýtt líf með Jesús Kristi sem hefur verið mun betra en það gamla. Við megum ekki gleyma því að lífið heldur samt áfram með sínum erfiðleikum og áföllum en ef við eigum árnaðarmann í Jesús þá getum við alltaf leitað til hans því hann hefur svör við öllu. Drottinn Jesús elskar alla menn og þar ert þú meðtalinn sem lest þetta.Hallir þú þér til hans þá átt þú betra líf í vændum.

Sálmur: 23.Drottinn er minn hirðir.


Minnihlutahópur

  Það er afar erfitt að horfa upp á einstaklinga sem eru fárveikir af drykkju eða eiturlyfjum. Samfélagið lítur niður á þetta fólk og vill bara að það sé úti í horni og láti sem minnst sjá sig. Hvar liggur vandinn? Aftur og aftur er verið að karpa um hve miklu fjármagni skuli eytt í þessi mjög svo nauðsynlegu mál en aldrei er skrefið stigið til fulls. Við erum fámenn þjóð með stóran hóp alkahólista sem fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa í heilbrigðiskerfinu. Sjaldan heyrir maður í yfirvöldum þegar sjúkrahúsmál eru rædd að nokkuð sé gert til þess að auka þjónustu við fíkla og aðstandendur þeirra. Allir aðrir sjúkdómar eru teknir fyrst í umræðuna og reynt að ráða bót á þeim, sem er að vísu gott en oft gleymist þessi hópur sem er að berjast fyrir lífi sínu og fjölskyldum sínum en róðurinn er þungur. Leiti fólk á göngudeild geðdeildar Landspítalans þarf það að bíða jafnvel tímunum saman til að fá að hitta lækni sem svo hefur fá úrræði önnur en að skrifa uppá pilluskammt. Og allt of sjaldan kemst viðkomandi í meðferð. Allir meðferðastaðir fyrir alkahólista eru yfirfullir og langir biðlistar þar og er erfitt hjá þessum aðilum að vera með bráðavakt því ekkert fjármagn er til þess. Þetta þekki ég mæta vel því ég hef verið starfandi innan þessa geira þó nokkuð. Hvaðan ætti fjármagnið að koma? Jú frá hinu opinbera því þetta heyrir undir heilbrigðismál. Mér þykja daprar fréttir af  skerðingu toll og löggæslu á Keflavíkurflugvelli en tjái mig ekki mikið um það vegna fáfræði en eftir sem áður er það afar skýrt í nínum huga að þegar tollgæslan og lögreglan getur ekki sinnt sínu verkefni af fullum þunga þá flæða eiturlyfin hér yfir og ná jafnvel börnunum okkar. Þess eru ótal dæmi og hver er þá sparnaðurinn?. Það þarf að efla tollgæsluna um land allt þó ekki væri nema til þess að ná toppnum af ísjakanum á innflutningi eiturlyfja. Við vitum að það fer aðeins brot af innflutningnum í gegnum Leifsstöð restin kemur með skipum og bátum víða um landið. Við verðum að berjast gegn þessu, það varðar þjóðarheill.

 

Guð blessi okkur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband