Útigangsfólk

þar sem ég þekki nokkuð til málefna útigangsfólks hef ég verið að hugleiða hvað sé til ráða. Málefni miðbæjarins hafa oft verið tengd við vandamál heimilislausra einstaklinga enda engin furða því þeir eiga hvergi höfði sínu að halla og nota því auð hús í miðbænum til að leita skjóls í. Í fjárlögum ríkis og borgar er ákveðin upphæð ætluð í þetta verkefni en það er hvergi nærri nóg. Félagasamtök eins og Samhjálp sem starfað hefur yfir 30 ár hafa bjargað mörgum mannslífum og fyrir bragðið eru ekki eins margir sem þurfa að gista göturnar. Eftir ummönnun Samhjálparfólks hafa fjölmargir orðið nýtir samfélagsþegnar og þar með sparað þjóðfélaginu gífurlegar upphæðir. En betur má ef duga skal. Samhjálp eins og mörg önnur hjálparsamtök þjást af peningaleysi og geta ekki gert allt það sem þau vilja varðandi hjálparstarf. Ef sett yrði meira fjármagn í þennan málaflokk væri nánast hægt að útrýma þessu vandamáli og enginn þyrfti að gista göturnar eða í auðum húsum, köldum og viðbjóðslegum. Það er réttur hvers manns að hafa húsnæði og fæði. Við Íslendingar eigum ekki að horfa aðgerðarlausir á og segja þetta sé þeirra vandamál því þetta er klárlega samfélags og heilbrigðismál sem alla varðar. Reykjavíkurborg styrkti kynvillinga eða homma og lespíur eins og þau vilja láta kalla sig um einhverjar miljónir til að spranga niður laugarveginn. Að mínu mati hefðu þessir peningar verið betur komnir til þess að bjarga lífi þeirra verst settu í borginni. Þannig er nú það!

Guð blessi okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband