Laugardagur, 17. maí 2008
Jet Black Joe
Gærkveldið var sérstaklega skemmtilegt hjá mér. Ég fór á tónleika Palla Rós og Jet Black Joe sem voru frábærir. Það er gaman að sjá og heyra þessa listamenn og konur saman því fagmennskan skein úr hverju atriði. Palli og Gunnar Bjarni ná einkar vel saman eins og sást vel þetta kvöld og ekki spillti Óskar Einarsson og Gospelkórinn fyrir. Salurinn tók vel við sér þegar Palli kom á svið eftir rólega byrjun hjá tríói frá Vestmannaeyjum. Fyrst var það Gospelið og komu þar inní Gummi Jóns úr Sálinni og Hreimur inní með sitt lagið hvor.Svo var skipt um gír og föt og Jet Black Joe komu á sviðið með hressilega músík eins og þeim einum er lagið. Það var mikill kraftur í þeim og stuðið orðið þannig að erfitt var að sitja í sætunum en þetta áttu að vera sitjandi tónleikar fyrir áheyrendur. Það fer ekki á milli mála að Páll Rósinkrans er einn okkar besti söngvari. Svo var kynnt til sögunnar Sigga Guðna og þá varð allt vitlaust með lagi Jettarana Freedom.. Hún fékk gríðalega sterk viðbrögð enda á ferðinni einstök söngkona. Ekki má gleyma Gospelkórnum og Edgari sem áttu góðar innkomur allt kvöldið. Þarna eru greinilega fagmenn á ferð. Ég þakka fyrir skemmtilegt kvöld.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir kommentið þú ert æði !!!!!!!!!!!
Sigríður Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 15:58
Já maður verður nú bara smá grobbinn að þekkja svona flott fólk!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.