Bros.

Gleðin er afl sem við íslendingar ættum að temja okkur í meira mæli. Það gefur lífinu gildi að brosa og ekki er vanþörf á. Nú eru tímar niðurskurðar og neikvæðni og er fólk virkilega hrætt við nánustu framtíð. Við sem bloggum bendum oftar en ekki á vandamál og óréttlæti en gleymum kannski of oft að segja frá því sem vel er gert. Gleymum heldur ekki að það er Drottinn Jesús Kristur sem vill leiða okkur áfram og ef við treystum honum þurfum við ekkert að óttast. Síðasta laugardag var ég í brúðkaupi hjá yndislegu fólki og var gleði og hamingja það eina sem sást enda nýgifta parið að hefja lífsbaráttuna sem við mörg þekkjum vel. Lífið blasir við þeim og ef bjartsýni, hamingja, ást og lífsgleði fylgja þeim er lífið framundan skemmtileg áskorun. Það getur bjargað deginum fyrir mörgum ef  almenn samskipti eru vinsamleg. Örlítið bros skaðar ekki

(Það er nú svo)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

 Mikið er ég sammála þér dúllan mín - ég hvíli algjörlega í því að það sem ég þarf fái ég !! enda eigum við loforð um það

knús kveðjur

Sigríður Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 20:46

2 identicon

Bros og knúskveðjur!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir 15.5.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband