Áfengisaulýsingar

Það kann að vera helber miskilningur í mér að bannað sé að auglýsa áfengi opinberlega á Íslandi.Mig mynnir að hafa heyrt mikla umfjöllun um þessi mál fyrir nokkrum misserum og skyldist þá að þetta væri alfarið bannað. Innflytjendur virðast koma sér hjá ávirðingum með að kalla sínar auglýsingar "kynningar" og nota þar blöð á við Hún og Hann sem er fríblað og er að finna á stöndum að minnstakosti í Hagkaupum. Í þessu blaði er allt morandi í áfengisauglýsingum og greinilega í kynningarstíl til að forðast Íslensk lög. Ef lögin eru óljós á þessu sviði þarf að bæta þar úr. Þegar svona myndir birtast á heilsíðu í glanstímaritum þá síast inn í huga unga fólksins að það sé ekkert eðlilegra en að neyta þessara vara og þá situr gróðinn eftir hjá innflytjandanum en sorgin hjá fjölskyldunum eftir að heimilislífið er farið úr skorðum. Ég hvet alla sem hafa með þetta að gera, að kippa þessu í liðinn. Fólk vill að Ísland sé laust við mengun og þráum við flest að allt sé hreint og fínt í kringum okkur, en áfengismengunin er ekki síður ógn við þjóðfélagið. Við höfum ekki efni á að missa hæfileikaríkt ungt fólk á vit Bakkusar og verðum að gera allt sem í okkar valdi er til að stöðva það.

Ja hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Já ég var einmitt að spá í þessu um daginn ! það eru alltaf bjórauglýsingar í sjónvarpinu !!  og hef furðað mig á því -  af því það stendur með pínkulitlum stöfum í horninu "léttöl" þá á þetta víst að vera í lagi !

mér finnst að það eigi að útrýma þessu úr íslensku sjónvarpi og blöðunum ! 

Sigríður Guðnadóttir, 20.4.2008 kl. 11:20

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er víða böl, ég ólst upp við mikla drykkju og það er aldrei hægt að laga þann kafla í lífi manns.

Bölið verður alltaf, þó svo við getum eitthvað haft áhrif á útbreiðslu þess.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Því miður hefur ú rétt fyrir þér Þóra mín, en við megum ekki gefast upp.                   Það eru mörg ár síðan við sáumst síðast. Kveðja Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 22.4.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband