Miðvikudagur, 21. maí 2008
Eiturlyf
Það er sorgleg staðreynd hvað eiturlyfjasjúklingum fjölgar mikið. Að ungar mæður deyi frá börnum sínum og að feður hverfi einnig frá ungum börnum yfir móðuna miklu. Hvers vegna er ekki meira gert bæði í forvörnum og hvers vegna er ekki meira gert til að búa þeim er starfrækja meðferðarstofnanir betur kleift að sinna sínu starfi. Tollgæslan á í vandræðum með að hefta innflutning á eiturlyfjum og lögregluyfirvöldum er þröngt skorinn stakkurinn fjárhagslega. Hvern þarf að undra þótt ástandið sé eins og það er. Það eru margir sem eiga um sárt að binda og ef rétt er (og hef ég ekki ástæðu til þess að efast um) að margir látist í viku hverri af of stórum skömmtum þá er illa komið fyrir okkur í þessu svokallaða velferðarþjóðfélagi. Ég skora enn og aftur á ráðamenn að bregðast við og veita meira fjármagni í þennan málaflokk. Hvað varð um milljarðinn sem Framsóknarflokkurinn lofaði um árið?
(Framsókn hvað)
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað ætli myndi heyrast ef fréttin heði verið að 20 manns hefðu dáið úr hjartakvilla vegna þess að þeir hefðu ekki komist að á hjartadeild ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.5.2008 kl. 22:13
Svanur, þetta hverfur bara á einn hátt, því aðeins að við sættum okkur við að þetta hverfur ekki á okkar ævi....við þurfum að laga ýmislegt áður en við getum byrjað á þessu. Og þá fyrst getum við alið upp kynslóðina sem kennir börnunum sínum að segja nei takk.
Þetta er bissness, multimiljón bissness. Gróðavonin er slík að freistingin er gríðarleg.
Rándýr vara með endalausa eftirspurn...........
En það er einmitt málið, þetta er bissness, framboð / eftirspurn.
Og í þessu tilfelli er það EFTIRSPURNIN sem skapar framboðið.
Það er kjánaskapur að halda að löggan og tollurinn geti gert eitthvað varanlegt.
Löggan er búin að reyna með markvissum hætti síðan 1972....og hver er árangurinn? Hann er minni en enginn, því allt hefur versnað.
Tollararnir geta bara stöðvað innflutning, í besta falli, en eftirspurnin og gróðavonin færa þá bara framleiðsluna hingað heim. Það erum við þegar farin að sjá.
Það er bara til eitt verkfæri til að breyta heiminum; það eru börnin.
Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól.
Og öllum er ljóst að þessi maður er galinn.
Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.
Þú ræðst samt alltaf á það sem þér er um megn,
og þessvegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn. ( Steinn Steinarr ).
Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.