Sunnudagur, 18. maí 2008
Fjölskyldur í þrot
Það líður mörgum illa þessa dagana. Í Morgunblaðinu má lesa, að mikið af fólki þurfi hjálp hjá sálfræðingum vegna erfiðleika heimafyrir. Þar koma inní fjárhagslegar skuldbindingar og fleira sem er að sliga fólkið. Það má ekkert út af bregða, veikindi eða slys þá fer allt úr böndunum. Þegar svo er þá hriktir í stoðum hjónabandsins og oft er farin sú leið að skilja en þá verða börnin iðulega fyrir skaða sem illa verður bættur. Flestir leita sér hjálpar þegar allt er um seinan og skaðinn skeður. Ef við leitum skýringa þá sjáum við fljótt að efnahagsástandið hefur mikið með þetta að gera einnig að innviðir hjónabandsins eru oft ekki nógu sterkir og fólk ekki reiðubúið til að takast á við erfiðleika saman-fólk Kann ekki lengur að tala saman vegna álags. En hvernig styrkjum við innviði hjónabands! Að gefa sér tíma til að njóta góðra stunda með fjölskyldunni, tala saman um alla hluti og hafa þolinmæði til að hlusta. Að hlusta er mjög mikilvægur þáttur og samræður á milli hjóna í rólegheitum, kærleika og ást geta verið bestu stundirnar til að taka á erfiðum málum saman. Vissulega geta sálfræðingar hjálpað en ég bendi líka á útvarpstöðina Lindina sem flytur jákvæðan boðskap allan sólahringinn og þar er Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi með þátt og tekur hann þar mörg áhugaverð málefni fyrir sem allir geta nýtt sér. Við höfum Drottinn Jesú okkur við hlið og ef við treystum honum og hans orði þá lagar hann ýmislegt. En ekki má gleyma efnahagsmálunum. Við fengum loksins að sjá einhverja aðgerðir og hækkaði krónan örlítið við það en ekki leysir þessi gjörningur nema lítinn hluta vandans og bíðum við enn eftir einhverju útspili ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að láta allt fara í hundana og horfa á andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot fjölda fjölskyldna, því þá fer okkar annars ágæta þjóðfélag í Þrot.
(Það held ég nú)
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er sorglegt að fjölskyldur skuli ekki vera sterkari en þetta. Ég hef þá skoðun að mikið af vandanum sé heimabúin, fólk þarf að eiga allt og fer langt fram ú sér í kaupum á dauðum hlutum.
Sú hugsun er ný i okkar þjóðfélagi. Til dæmis flytur engin inn í íbúð öðruvísi en að skifta öllu út. Ég man þá tíð þegar ég byrjaði þá var málað og þrifið og það hvarlaði ekki að manni að leggja í neinar framkvæmdir. Enda voru lán þá ekki neitt sem almúinn gekk að sem vísu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 16:55
Gaman að þú mynnist á þetta því ég er smiður og hef oft lennt í svona verkefnum. Það er að rífa tiltölulega nýlegar innréttingar út og setja nýjar og einu sinni alveg splunkunýja eldhúsinnréttingu ónotaða. Svona var þetta ekki.
Svanur Heiðar Hauksson, 18.5.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.