Hver á að skammast sín!

  Það er yndislegt lífið hjá fötluðum á sambýlum. Loksins núna getur þetta fólk farið í veslunarferðir og valið sér þvottavélar, brauðristar og eldavélar með meiru. Geta kannski keypt Miele í allt eldhúsið. Ríkisstjórnin er búin að gera svo góða hluti fyrir þetta fólk að það lifir í vellystingum og þá er  sjálfsagt að það kaupi það sem vantar í heimilishaldið. Þetta eru mikil öfugmæli og kannski halda sumir að þetta sé svona. Hver einstaklingur fær ca. 125,000 kr á mánuði og þarf engan reikningshaus til að sjá að þessir peningar nægja ekki til að hver einstaklingur geti lifað sómasamlegu lífi með fullri reisn. Og sjá! nú á vistfólk að taka þátt í að kaupa eldhústæki, þar fóru allar gjafirnar frá ríkisstjórninni á einu bretti. Þessi hugmynd er þvílík hneisa að menn ættu að skammast sín.

 

(og hana nú)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru alltaf að reyna að spara á þeim sem ekkert hafa nema rétt ofan i sig og einstöku sinnum á.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já ég get alveg misst af svona óréttlæti, ætli það séu engir gluggar á svona fílabeinsturnum, svo þessir herrar geti allavega séð útsýnið?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Takk fyrir bloggvinir. Já það skal spara í þessum geira og láta það bitna á lítilmagnanum. Þú þekkir þetta Þóra af gamla Landspítalanum.

Svanur Heiðar Hauksson, 8.5.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Marilyn

Merkilegt að þú hafir kommentað á mitt blogg og ég í kjölfarið rambað á þitt sama kvöld og ég er búin að velta svona mikið fyrir mér málefnum útigangsmanna og langt genginna alkóhólista á íslandi. Sé að þetta mál er þér mjög hugleikið og það er að verða mér mjög hugleikið líka. Hver á að hjálpa þessum mönnum og hvernig? Afhverju er ekki hægt að stækka Vog, hleypta fleirum inn, afvatna á Lsp. og hjálpa mönnum amk. að losna frá líkamlegu ástandi svo þeir öðlist skýra hugsun og geti þegið þá hjálp sem er í boði t.d. í AA samtökunum. Biðlistinn inn á Vog gæti fyllt öll pláss þar þrisvar sinnum - hvert eiga menn að fara ef þeir vilja verða edrú en komast ekki í afvötnun. Þeir munu deyja áður en hjálpin berst.

og fyrst ég er svona langt út fyrir efnið þá er ég samt hjartanlega sammála því sem þú segir um kaup fatlaðra á heimilistækjum.

Marilyn, 9.5.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vann lengi við umönnun aldraðra og var með minna útborgað en þetta.

Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 00:04

6 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

knús kveðjur dúllam mín

Sigríður Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband