Sunnudagur, 4. maí 2008
Hugleiðingar
Dagarnir líða hjá einn af öðrum og eru oft eins og þokukennd ský. Tilveran er frekar grámygluleg en samt örlar á birtu. Við lifum í veröld þar sem hraðinn og miskunnarleysið ræður för og sá sem ekki stenst kröfur meirihlutans verður undir og á sér varla viðreisnar von. Niðurlægingin, vonleysið og sjálfsgagnrýnin nær yfirhöndinni og öll sund virðast lokuð og varla matarbita að fá..Allt of lítil íbúðin ber vott um erfiðleika og vonlausa baráttu. Fjölskyldan er á barmi örvæntingar, erfiðleikar í hjónabandinu fara að gera vart við sig. Neyðin er algjör, upplausn fjölskyldunnar er yfirvofandi. Þunglyndi!En það er Drottinn Jesús sem getur leitt okkur í gegnum dimma dali. Grípum ljósið frá honum áður en það er orðið of seint. Hann segir í orði sínu "Varpið allri áhyggju ykkar yfir á mig, ég ber umhyggju fyrir yður". Það hefur orðið mörgum til farsældar að trúa á Jesú Krist og beini ég því til allra sem erfitt eiga að snúa sér til hans, sem er algóður Guð og miskunnsamur Máttur bænarinnar er mikill.
Með virðingu og vinsemd.
(yndislegt)
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.