Skynvilla

 

Það er athyglisvert hvað mönnum er tamt að spyrða kristna trú við öll þau viðbjóðslegu voðaverk sem undanfarið hafa verið í fréttum. Hér á bloggsíðum fara menn hamförum vegna þessa en skilja ekki að þetta á ekkert skylt við kristnindóminn heldur þvert á móti. Boðar ekki Jesús Kristur hreint siðferði. Mönnum væri nær að lesa aðeins í ritningunni og þá opnast rétt sýn á lífið og tilveruna. Drottinn Jesús er réttlátur Guð og hver sá sem á hann trúir og hefur gert hann að leiðtoga í lífi sínu í alvöru  vill reyna eftir fremsta megni að fara eftir þeirri leiðsögn sem Biblían er. Þegar einhverjir taka kristna trú og tengja hana við óhæfuverk af þessu tagi þá eru það óvitrir menn.

Guð blessi okkur öll.

 

(Sæll)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ekki trúi ég því að þú sért svo barnalegur að þú getir ekki séð að trúarbrögð eru ekki það sama og trú.Trúarbrögð komast ALDREI af án hinna trúuðu,en trúin kemst ALLTAF af án trúarbragða.Það er sannleikur falinn í ýmsu ,m.a því að misgóðir menn nota trú fólks til að koma sinni túlkun á orðinu að sem sannleika(sjá til yðar munu koma falskristar....) Þú værir líka hálfkjánalegur ef þú ætlaðir að afneita þeim ýmsa hryllingi sem hefur viðgengist í skjóli kirkju og trúarbragða,og í nafni guðs.EN það skrifast á breyskleika manna og þeirra skipulögðu trúarbrögð.Trúin sjálf er allt annað mál.En þvi miður þolir kristin kirkja einmitt síst nána skoðun því þar er fólk fordæmt og því slátrað í nafni kærleikans og bróðurþels.Lestu Pál og gleymdu kirkjunni.

Haraldur Davíðsson, 1.5.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Þú hlýtur að sjá að ég tala um kristna trú, það er trú. Ég afneita ekki því sem hefur gerst innan þessa geira en tilhneigingin er sú að koma öllu yfir á trúna. Það gleymist oft, að þetta viðgengst mjög víða í þjóðfélögum en ekki eingöngu hjá kristnu fólki. Það er víða pottur brotinn. (Ég þekki Pál nokkuð vel)

Með virðinu og vinsemd. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 1.5.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég þekki Palla ágætlega líka. Hann bjó í næsta stigagangi við mig í Lautarsmáranum.

Þegar þú talar um 'rétta sýn' ertu að ég tel á rangri braut. Biblían opnar ekki augu vitstola manna. Því miður. Ef ég væri sinnusjúkur og sæi hrikalega mikið eftir því að hafa séð stelpu í gær og augu mín dregist eftir ávölum línum hennar og opnaði svo Matteusarguðspjall 18.9 og læsi '"og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það út og kasta frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en að hafa bæði augu og verða kastað í eldsvítið" og færi eftir þeim orðum þá yrði það ekki bara ógeðsleg pynting á líkama mínum (sem er jú hluti sköpunarverksins og musteri sálarinnar og ber að hlúa að) heldur myndi það líka stangast á við Lúkas 11.34 "Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn dimmur'... og varla viljum við það.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.5.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Þú verður að skilja líkingarmál Jesús Krists til átta þig á hlutunum.

Kveðja svanurinn

Svanur Heiðar Hauksson, 1.5.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Er ég vanvitur fyrir það eitt að efast? Bíddu nú við sagðist þú ekki þekkja Pál vel? Hvað með Jesu?Hvað gerðist í Getsemane? Þar stóð maður fullur efasemda og reyndi að koma vitinu fyrir föður sinn.Sami maður sagði"Faðir,tak þennan bikar frá vörum mér.."Ætlar þú að þykjast meiri maður en hann. Eitt er víst að ef málstaður þinn heldur ekki vatni,þá þarft þú að athuga þinn gang,ekki ég.Efinn er það sem rekur okkur áfram,stærsta gjöf guðs var að leyfa okkur að efast.Annars stendur allt í stað.Það,herra minn væri sannanlega synd.

Haraldur Davíðsson, 2.5.2008 kl. 12:48

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Athyglivert að þú skráir fullyrðingar þínar um vitsmuni annars fólks ekki á þína síðu!?! Heldur felurðu þetta frá eigin samvisku og gagnrýni trúsystkina á öðrum síðum.Grey kallinn.Sem sagt þeir sem eru ekki sammála ÞÉR eru vanvitrir? hehhehehehhehe...Dæmigerð smjörklípuaðgerð úr gjörspilltum heimum stjórnmála og bókstafstrúarhyggju.Blöndum saman þessu tvennu plús dass af þröngsýni og yfirlætisfullum viðhorfum til annars fólks og þá færðu það sem allir ofsatrúarmenn vilja (og saga mannkyns er full af dæmum um það)en það er blóð.Svo ritar þú nafn guðs í blóði barna hans.

Haraldur Davíðsson, 2.5.2008 kl. 12:59

7 identicon

Sæll Svanur,

Amen! Það er víst nóg um það að fólk kenni Guði eða kristinni trú um allt sem fólk þykist vera að gera fyrir Guð.  En Guð er góður!

Haraldur,

Jesús efaðist ekki.  En að sjálfsögðu erum bið breysk og getum efast stundum.

Lestu endilega þennan pistil um meintar efasemdir eða uppgjöf Jesú.

 kv. Andri

Andri 3.5.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Gaman að sjá þig hér Andri minn. Þakka þér fyrir athugasemdina.

Kveðja Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 4.5.2008 kl. 05:39

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel skrifaður og sannur, stuttur pistill hjá þér, Svanur, og þurfti heldur ekki að vera lengri. Svo er það öll rökræðan, sem sprottið getur af þessu, og gagnrökin sem þá eru til við andmælum; en hamagangsinnlegg Haralds þessa eru nú allfjarri anda yfirvegaðrar umræðu, að ég tali nú ekki um virðinguna, sem mætti fylgja, þegar menn ræða málin í alvöru. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 4.5.2008 kl. 09:56

10 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gott innlegg Svanur!  :)

Baldur Gautur Baldursson, 6.5.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband