Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Áfengisgríman
Hvað er áfengi í augum almennings? Margir sjá í hillingum bjórauglýsingarnar sem eru reyndar bannaðar og vínkynningarnar í flestum blöðum sem hér eru gefin út. Fólki finnst sjálfsagt og jafnvel ómissandi á árshátíðum og öðrum skemmtunum að áfengi sé haft um hönd enda fátítt að annað sé upp á teningnum. Í opinberum veislum sjást menn lyfta glösum og þykir það ekkert sjálfsagðara. Fyrst allir eru svona ánægðir og brosa út að eyrum hvað er ég þá að fárast yfir þessu? Jú skuggahliðar drykkjunnar sjást ekki í blöðunum eða sjónvarpinu þegar glansmyndir Bakkusar eru sýndar. Það er varla sú fjölskylda til á Íslandi sem ekki hefur þurft að líða vegna drykkju einhvers nákomins. Það er heldur ekki til sú árshátíð eða veisla þar sem áfengi er veitt að ekki komi upp vandamál vegna einhvers einstaklings sem hefur drukkið einum of mikið og svo ekki sé minnst á vandamálin heima hjá mörgum eftir svona veislur. Svo henda menn gaman að í vinnunni daginn eftir og tala um "Jón eða Gunnu sem dönsuðu uppi á borði ofurölvi. Þau mættu ekki í vinnuna þennan dag." Grámygla hversdagsins tekur svo við og þá eru einhverjir sem geta ekki horfst í augu við lífið og þá er auðvelt að leita í flöskuna. Það er því miður svo margir sem eru að gera út af við fjölskyldur sínar en á yfirborðinu virðist ekkert athugavert enda er allt falið með stórri grímu. En gríman fellur að lokum og þá er alkohólistinn berskjaldaður og nánustu aðstandendur komnir í þrot. Og ef einstaklingnum ber gæfa til þá fer hann í meðferð og koma þá hjálparsamtök eins og Samhjálp, SÁÁ og fleiri að góðum notum. En ekki má gleyma aðstandendunum því þeir vita ekki í þennan heim né annan og eru ráðþrota. Það er reynt eftir megni að hjálpa þessum einstaklingum en þeir verða oft útundan. Hvað hafa flottar auglýsingar með fallegu frísku fólki drekkandi ljúfan áfengan drykk að segja?. Jú komið og gangið glötunarveginn með okkur.
(vá)
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
etta er alveg rétt hjá þér, sumt horfa menn framhjá og trúlega vegna mikils gróða sem ríkið fær af áfengissölunni.
Ég þekki þetta á eigin skinni. Þa hefur verið mikið um óreglufólk í minni fjölskydlur og það skylur eftir sig djúp sár sem aldrei gróa, alveg sama hvað reynt er að gera.
Gleðilegt sumar !
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.4.2008 kl. 17:18
Ríkið er stæsti dópsalinn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:33
Gleðilegt sumar, góður pistill.
Gísli Baldvinsson 24.4.2008 kl. 20:17
Ég þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.
Svanur Heiðar Hauksson, 24.4.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.