Mánudagur, 14. apríl 2008
Meintur morðingi
Það er ekki öll vitleysan eins. Maður sem tilheyrir einni grimmustu glæpaklíku í Póllandi spígsporar hér á Íslandi eins og ekkert sé sjálfsagðra. Um er kennt flóknum framsalsreglum. En hvernig í ósköpunum komst maðurinn inn í landið, fyrst hann var eftirlýstur í Póllandi. Það hrúgast hingað allskyns óþjóðalýður og á sama tíma er verið að skera niður toll og lögreglu sem þó eru aðal eftirlitsaðilarnir. Sem betur fer eru langflestir sem koma til landsins löghlýðnir borgarar. En ég hef bent á áður að ef takmarkalaus innflutningur á erlendu fólki heldur áfram þá getur illa farið eins og dæmin sanna. Það var einhver glæpaklíka sem braust inn í hús í Breiðholti og misþyrmdi íbúunum þar grimmilega. Fórnarlömbin voru af sama þjóðerni og glæpamennirnir. Við vitum að ýmislegt slæmt gerist í íslensku þjóðfélagi en hví ættum við að vera að auka áhættuna.
(Jæja)
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.