Áfengisneysla barna.

  Það er skelfilegt það sem ég las í "24 stundum" um árshátíð hjá Mac Donalds. Móðir sagði að fimmtán ára börn hefðu fengið afgreitt áfengi á barnum. 70% starfsfólks hefði verið undir lögaldri og kemur því á óvart að að það skyldi vera veitt vín á staðnum. Ef fimmtán ára barn byrjar að drekka áfengi getur það haft hroðalegar afleiðingar seinna á lífsleiðinni. Þetta er ekki einsdæmi því maður heyrir af og til að svona sé veisluhöldum fyrirtækja háttað og þá er ekki mikið verið að pæla í því hvort einhver er undir lögaldri. Hættan er sú að ef fimmtán ára barn fær áfengi í fyrsta sinn er ekki ólíklegt að að sú manneskja haldi áfram að drekka og missi jafnvel tökin á drykkjunni.Hvernig verður framtíð viðkomandi þá.svo ekki sé minnst á eiturlyfin sem oft koma í framhaldi þegar viðkomandi er í stjórnlausri áfengisdrykkju?. Við verðum að vernda börnin okkar og stöðva svona samkomur.

Svo er nú það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband