Blótsyrði

  Þegar einhver blótar nálægt mér hrekk ég í kút. Af hverju? Jú fljótlega eftir að Ég kynntist Jesús Kristi þá hætti ég að blóta og það kom alveg af sjálfu sér því ekki var ég að reyna að hætta því. Síðan þá hefur mér liðið hálf illa innan um fólk sem blótar mikið. Þegar fólk blótar er það að ákalla hinn vonda og biðja um hjálp frá honum? Ég spyr og ef svo er -er það vænlegt til árangurs?. Þetta er allavega leiðinlegur ávani sem fólk hefur tamið sér og það veit ekki einu sinni að það blóti mikið því þetta þykir svo sjálfsagt. En að mínu áliti er þetta hin versta mengun og lítilsvirðing við þann sem neyðist til þess  að hlusta. Ég hvet fólk til að hlusta á sjálft sig og athuga hvort blót og formælingar komi frá þeirra munni því ekki trúi ég því að það komi frá hjartanu. Bið ég fólk gera sitt ítrasta til að þess að  hætta þessu. Við köstum hinu illa út í hafsauga og viljum ekki sjá það meir hvorki í munni né hjarta.

Tungan er beittari tvíeggjuðu sverði.

Þannig err nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Algjörlega sammála þér ! skrítið að ég heyri alltaf þegar fólk blótar og finnst það hræðilegur ávani ( eins og fólk vill kalla það)  Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt að þurfa að blóta  og eiginlega sorglegt því fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað það hefur mikil áhrif á allt.  Eins finnst mér þegar fólk segir nafn Jesú við algjört rugl - finnst mér það vanvirða við hann !  en fólk kallar þetta ávana og gerir þetta ósjálfrátt - væri gott hjá fólki að fara að skoða aðeins huga sinn og málfar sitt og vil ég taka því fram að þó ég blóti ekki - þá þarf ég að skoða ýmislegt hjá mér

Sigríður Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Takk Sigga mín við erum sammála.

Svanur Heiðar Hauksson, 3.4.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Svanur! Ég hef ekki blótað í 13 ár og bregðst nákvæmlega eins við og þú!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband