Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Álver
Ég fagna álveri í Helguvík. Við erum í öldudal þar sem hagkerfið er að berjast fyrir lífi sínu. Álversframkvæmdir munu skapa þó nokkra atvinnu og mun hagur þjóðarinnar vænka við þetta. Það er talað um harða lendingu eða mjúka og er sú harða það sem við höfum upplifað að undanförnu. Við þurfum álverið til að mýkja lendinguna. Til langs tíma litið mun þetta skapa fjöldann allan af störfum í og þjónustu tengda því. Við verðum einnig að virkja til að fá rafmagn ekki bara í álverið heldu einnig í aðra starfsemi sem virðist ætla að verða að veruleika á Reykjanesi. Til hamingju með þetta landsmenn.
Svo er nú það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.