Færsluflokkur: Matur og drykkur

Rakvélablöð

  Þeir sem fara inn í verslanir Lyfju verða áþreifanlega varir við gríðarlega hátt verð á öllum smávörum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að borga vel á annað þúsund króna fyrir fjögur rakvélarblöð, mér er það alveg óskiljanlegt? Álagningin er fáránleg á öllum hlutum. Svo kemur í ljós að öryrkjar fá engan afslátt þarna af lausasölulyfjum sem þeir þó þurfa oft að nota í einhverjum mæli. Hvernig má það vera að sum önnur apótek gefa öryrkjum 5 til 10% afslátt og eru einnig með minni álagningu á vörum sínum. Er þetta vegna fákeppni? Kannski!. Þess má geta að Lyf og heilsa er einnig með háa álagningu á sínum vörum og eru rakvélablöðin síst ódýrari þar og þannig er það á fleiri stöðum. Þegar stórar einingar myndast á þessum markaði er ávallt talað um að það sé neitandanum til hagsbóta, en er það raunin? Rimaapótek er með eitt lægsta verðið á öllum vörum og er það þó einkarekið og ekki hluti að stóru keðjunum. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Þarf ég að láta mér vaxa skegg?

 

(Ja hér.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband