Færsluflokkur: Menntun og skóli

Blótsyrði

  Þegar einhver blótar nálægt mér hrekk ég í kút. Af hverju? Jú fljótlega eftir að Ég kynntist Jesús Kristi þá hætti ég að blóta og það kom alveg af sjálfu sér því ekki var ég að reyna að hætta því. Síðan þá hefur mér liðið hálf illa innan um fólk sem blótar mikið. Þegar fólk blótar er það að ákalla hinn vonda og biðja um hjálp frá honum? Ég spyr og ef svo er -er það vænlegt til árangurs?. Þetta er allavega leiðinlegur ávani sem fólk hefur tamið sér og það veit ekki einu sinni að það blóti mikið því þetta þykir svo sjálfsagt. En að mínu áliti er þetta hin versta mengun og lítilsvirðing við þann sem neyðist til þess  að hlusta. Ég hvet fólk til að hlusta á sjálft sig og athuga hvort blót og formælingar komi frá þeirra munni því ekki trúi ég því að það komi frá hjartanu. Bið ég fólk gera sitt ítrasta til að þess að  hætta þessu. Við köstum hinu illa út í hafsauga og viljum ekki sjá það meir hvorki í munni né hjarta.

Tungan er beittari tvíeggjuðu sverði.

Þannig err nú það.


Er Guð það sem hann segist vera.

  Þetta er spurning sem vaknað hefur hjá mörgum og ætla ég að segja hvað sjálfan mig varðar þá er Guð sá sem hann segist vera. Fyrir tæpum tíu árum hafði ég ratað í blindgötur og var alveg ráðalaus og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka en þá kom allt í einu vonin um betra líf. Mér var sagt frá Jesús Kristi og hans máttarverkum, það fór beint inn í hjarta mitt og vildi ég ólmur fá að fræðast meira um þennan Jesús. Ég fékk þá fræðslu sem ég óskaði mér og fór svo að lesa biblíuna og viti menn þarna var lausnin og ljósið. Jesús dó á krossinum fyrir alla menn konur og börn einnig fyrir mig og þig. Hann gerði okkur frjáls og afmáði syndina hann tók hana alla á sig. Eftir lestur Ritningarinnar og að hlusta á mér fróðara fólk þá var ég ekki í neinum vafa Guð er sá sem hann segist vera. Ljósið kom inn í hjarta mitt og ég hóf nýtt líf með Jesús Kristi sem hefur verið mun betra en það gamla. Við megum ekki gleyma því að lífið heldur samt áfram með sínum erfiðleikum og áföllum en ef við eigum árnaðarmann í Jesús þá getum við alltaf leitað til hans því hann hefur svör við öllu. Drottinn Jesús elskar alla menn og þar ert þú meðtalinn sem lest þetta.Hallir þú þér til hans þá átt þú betra líf í vændum.

Sálmur: 23.Drottinn er minn hirðir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband