Hjónaband

  Hvernig geta karlmenn gert konurnar sínar ánægðar! Það geta verið óendanlega margir þættir en ég ætla að impra á nokkrum þeirra hér. Karlmaðurinn hefur hingað til verið talinn sterkara kynið en jafnframt lokaðra kynið. Þeir birgja flest inn í sér og eru oftar en ekki nógu blíðir og skilja ekki þarfir konunar fyrir rómantík og elskulegheit. Knús og ástarorð eru mikilvæg og ekki sé talað um að fá einstöku sinnum rós frá eiginmanninum. Láta konunni líða eins og hún sé sérstök með því að hæla henni og veita henni verðskuldaða viðurkenningu á því sem hún er að fást við. Að bræða hjarta hennar með óvæntum ástarfundum eða uppákomum henni til handa. Vera sterki aðilinn í hjónabandinu og taka á sig ábyrgð fjölskyldunar, verja hana af öllum mætti og virða hana fullkomlega. Láta ekkert koma í veg fyrir að eiga stund með ykkar heittelskuðu, það er ekkert mikilvægara í lífinu en hún. Að tala saman er mjög mikilvægur þáttur og þá kemur að þolinmæði mannsins því þar virðast vera ótrúlega margir í þeirri krísu að geta ekki talað saman. Ástarlífið er svo sér kapituli út af fyrir sig þar sem margt er hægt að laga og endurnýja ef fólk hugsar svolítið lengra en að fá sér "sjortara" Ég kem seinna að þeim málum. Tek það fram að aldrei er hægt að alhæfa neitt í þessum málaflokki.

 

(ást)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

heyr heyr - þú átt bara að halda námskeið í þessu - þar sem þú ert giftur systur minni og við systurnar tölum mikið saman þá veit ég að þú ert það besta sem hefur hent hana

Aldrei séð hana svona hamingjusama - enda ert þú æðislegur við hana !!  þú ert yndislegur og frábær maður og þið eruð heppin að hafa fundið hvort annað því hún er svo æðisleg líka

knús kveðjur frá Siggu mágkonu

Sigríður Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Linda

Frábræt bara, ekki hægt að segja annað, konan þín og þú eruð lánsöm.

kv.

Linda, 18.5.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Þorgrímur þráinsson HVAÐ!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband