Litla-hraun

  Gott var og gaman að heyra í fréttum að komin væri áfengismeðferð á Litla-hrauni. Greinilegur árangur er af þessu verkefni en samt er alltaf  sama uppi á teningnum í þessum málaflokki- það vantar fjármagn. Nú er nauðsynlegt að ráða meðferðarfulltrúa á staðinn en það vantar peninga. Ég er viss um að SÁÁ, Samhjálp og fleiri meðferðarstofnanir gætu komið þarna að með samningi við fangelsismálastofnun og fengju þá þessir menn rétta meðhöndlun. Á Litla-hrauni starfar gott fólk sem gerir sitt besta en fagleg hjálp þarf að koma þarna að og þar gætu áðurnefnd samtök komið inn í. Það er sorglegt hversu mikið af fíkniefnum kemst inn á Hraunið og skilur almenningur ekki hvernig það má vera því þetta er lokað og afgirt svæði. Einhverjar leiðir eru samt opnar og þarf að loka þeim. Fangar sem eiga að heita í betrunarvist eiga enga framtíðarmöguleika komi þeir úr fangelsi jafn dópaðir og þegar þeir komu inn. En það eru ekki allir sömu sökinni seldir því margir fangar eru ekki fíklar. Ef þessi tilraun fangelsismálastofnunar á að ganga upp þarf að veita nægu fjármagni í áframhaldandi verkefni þar af lútandi. Ef vel er haldið á spöðunum þá skilar þetta betri einstaklingum út í samfélagið og sparar um leið gífurlegar upphæðir.

 

(jamm)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, þetta var ánægjuleg frétt, Svanur.  Því út úr dópaðir fangar eiga enga framtíðarmöguleika, þá er vist lýkur og lenda í sömu vítahringrásinni aftur...og aftur.  Fái þeir hinsvegar hjálp til að losna við fíknina, og læra kannski á nýja lífssýn,eiga þeir strax meiri sjens.

  Góðar stundir.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

heyr heyr

Sigríður Guðnadóttir, 22.4.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er til fullt af peningum,í þessu landi. Ráðamennirnir vilja ekki nota peninga þegar kemur að fangelsum og geðgeiranum. Þannig er það bara og svona hefur þettta verið lengi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill hjá þér.  Vonandi verður farið að veita meira fjármagni í þennan málaflokk. Það græða allir á því.

Gleðilegt sumar

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband